Viðskipti innlent

Hlutabréf í AMR hækkuðu í kjölfar bréfs Hannesar

MYND/GVA

Hlutabréf í AMR, móðurfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines, hækkuðu um 25 sent eða 1,1 prósent í gær eftir að fréttir bárust af því að Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefði sent stjórnendum AMR bréf og farið fram á það að gripið yrði til aðgerða til að laga rekstur fyrirtækisins.

FL Group á 8,3 prósent í AMR en bréf í síðarnefnda félaginu hafa fallið töluvert frá upphafi árs. Í bréfinu hvatti Hannes stjórnendur félagsins meðal annars til að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri AMR en með því gæti virði félagsins aukist um 250 milljarða króna.

Þá lagði Hannes sömuleiðis til að flugfélagið American Eagle, sem sinnir innanlandsflugi í Bandaríkjunum, yrði selt. Bent er á í frétt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes af málinu að blaðið hafi valið American Eagle eitt af versu flugfélögum Bandaríkjanna vegna tíðra seinkana og vandræða með farangur farþega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×