Viðskipti innlent

FL Group eykur hlut sinn í Commerzbank um eitt prósent

MYND/GVA

FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG um rúmt prósent. Félagið á nú í 4,25 prósent í félaginu en átti fyrir 3,24 prósent.

Miðað við lok dags 25. september er markaðsvirði eignar félagsins í bankanum um 69 milljarðar króna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að afkoma bankans hafi verið mjög góð á árinu og stjórnendur staðið við fjárhagsleg markmið sín fyrir árið í heild. Búist er við að arðsemi bankans haldi áfam að aukast og telja stjórnendur FL Group því góð tækifæri felast í kaupunum.

Kaupin eru fjármögnuð með framvirkum samningum og eigin fé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×