Viðskipti innlent

Stærri einkaflugvél fyrir góðan rekstur

Hawker 850 flugvél.
Hawker 850 flugvél.

Breska blaðið Telegraph segir að Baugur hafi verðlaunað forstjóra Iceland, frystivöruverslunarinnar í Bretlandi sem er í eigu Baugs, með því að leyfa honum að kaupa stærri einkaflugvél.

Malcolm Walker, forstjóri Iceland, hafi fengið vélina fyrir góðan árangur í rekstri verslanakeðjunnar. Fyrri einkavél Iceland var af gerðinni Cessna en nú sé hann kominn á Hawker 850, sem kostar um 380 milljónir króna.

Blaðið segir eftir því tekið að fyrri flugvél hafi haft skráningarstafina I-C-E, eða ice, sem þýðir ís, en sú nýja sé með stafina C-O-D, eða cod, sem þýðir þorskur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×