Viðskipti innlent

Halldór frá Actavis til FL Group

MYND/Stefán

Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá FL Group verður Halldór hluti af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllum samskiptamálum FL Group, þ.á.m. samskiptum við fjárfesta, fjölmiðla, innri samskipti og ímyndaruppbyggingu félagsins. Þá mun hann einnig taka þátt í ýmsum sérverkefnum með forstjóra og aðstoðarforstjóra félagsins.

Halldór hefur unnið hjá Actavis undanfarin sex ár og sinnt ýmsum störfum, en lengst af stýrt samskiptasviði þess. Áður var hann fjármálastjóri Ísafoldarprentsmiðju og framkvæmdastjóri Sindrabergs á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×