Viðskipti innlent

Glitnir gefur út skuldabréf fyrir 63 milljarða króna

MYND/HH

Glitnir banki hefur lokið við útgáfu skuldabréfa fyrir einn milljarð bandaríkjadala eða um 63 milljarða íslenskra króna. Bankinn ákvað að auka upphæðina um rúmlega 30 milljarða króna vegna mikillar eftirspurnar.

Fram kemur í frétt Reuters fréttastofunnar að skuldabréfin séu gefin út til fimm ára. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni banka var eftirspurn eftir útgáfunni mun meiri en upphaflega var gert ráð fyrir og því var ákveðið að auka útgáfuna úr 500 milljónum bandaríkjadala í 1 milljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×