Baugur eykur hlut sinn í Debenhams 24. september 2007 17:10 Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. Greinign Kaupþings banka fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir að félögin hafa frá í sumarbyrjun verið að bæta við eignarhlut sinn í breska félaginu en fyrrnefndur hlutur er metinn á tæpa fjórtán milljarða króna. Debenhams, sem rekur 126 verslanir á Bretlandseyjum, hefur ekki átt sjö dagana sæla á breskum smásölumarkaði upp á síðkastið. Félagið reið ekki feitum hesti frá jólaverslun síðasta árs og þá reyndist rigningasumarið mikla í Bretlandi félaginu þungt í skauti. Debenhams varð að gefa mikla afslætti til að losna við birgðir og missti markaðshlutdeild. Félagið gaf út sína þriðju neikvæðu afkomuviðvörun í vor, aðeins ellefu mánuðum eftir að það var skráð aftur á hlutabréfamarkað. Skörp lækkun eykur líkurnar á yfirtöku. Gengi hlutabréfa í Debenhams hefur fallið um helming frá áramótum og stendur í 95 pensum á hlut. Skörp lækkun sem þessi eykur líkurnar á því að fjárfestar vilji komast yfir Debenhams og beinast þar sjónir manna meðal annars að Baugi sem ásamt öðrum fjárfestum stóðu að yfirtöku á House of Fraser, annarri vöruhúsakeðju, fyrir um 425 milljónir punda í fyrrahaust. Baugur lýsti því yfir í tilkynningu til Kauphallarinnar í Lundúnum í júlí, að félagið hygðist ekki leggja fram yfirtökutilboð í Debenhams. Vegna þeirrar yfirlýsingar er Baugi og tengdum aðilum óheimilt að leggja fram tilboð í bresku verslanakeðjunað fyrr en í fyrsta lagi í janúar ef áhugi verður þá fyrir hendi. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. Greinign Kaupþings banka fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir að félögin hafa frá í sumarbyrjun verið að bæta við eignarhlut sinn í breska félaginu en fyrrnefndur hlutur er metinn á tæpa fjórtán milljarða króna. Debenhams, sem rekur 126 verslanir á Bretlandseyjum, hefur ekki átt sjö dagana sæla á breskum smásölumarkaði upp á síðkastið. Félagið reið ekki feitum hesti frá jólaverslun síðasta árs og þá reyndist rigningasumarið mikla í Bretlandi félaginu þungt í skauti. Debenhams varð að gefa mikla afslætti til að losna við birgðir og missti markaðshlutdeild. Félagið gaf út sína þriðju neikvæðu afkomuviðvörun í vor, aðeins ellefu mánuðum eftir að það var skráð aftur á hlutabréfamarkað. Skörp lækkun eykur líkurnar á yfirtöku. Gengi hlutabréfa í Debenhams hefur fallið um helming frá áramótum og stendur í 95 pensum á hlut. Skörp lækkun sem þessi eykur líkurnar á því að fjárfestar vilji komast yfir Debenhams og beinast þar sjónir manna meðal annars að Baugi sem ásamt öðrum fjárfestum stóðu að yfirtöku á House of Fraser, annarri vöruhúsakeðju, fyrir um 425 milljónir punda í fyrrahaust. Baugur lýsti því yfir í tilkynningu til Kauphallarinnar í Lundúnum í júlí, að félagið hygðist ekki leggja fram yfirtökutilboð í Debenhams. Vegna þeirrar yfirlýsingar er Baugi og tengdum aðilum óheimilt að leggja fram tilboð í bresku verslanakeðjunað fyrr en í fyrsta lagi í janúar ef áhugi verður þá fyrir hendi.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira