Viðskipti innlent

Fasteignamat á Akranesi hækkar

Tvíburaturnar í byggingu á Akranesi.
Tvíburaturnar í byggingu á Akranesi.

Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akranesi hækkaði um 13,6 prósent samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins. Bæjarstjórn Akraness fór fram á endurmatið. Fasteignamat eigna á Akranesi nú er 77 prósent af meðalfasteignamati samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu.

íbúar á Akranesi munu á næstu dögum fá tilkkynningu um endurmat eigna þeirra frá Fasteignamatinu. Þeir geta átt von á mikilli hækkun fasteignagjalda ef bæjaryfirvöld lækka ekki fasteignamatsstuðul við næstu álagningu. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns í dag.

Mikill meirihluti eigna hækkar um allt að 24 prósent. Innan við eitt prósent lækkar um allt að níu prósent, en það eru að mestu leiti elstu húseignir í bænum.

Endurmatið tekur til 2.475 íbúða og bílskúra í bænum sem ýmist eru fullbyggð eða í byggingu.

Heildarfasteignamat er nú tæplega 47 milljarðar króna.

Lóðarmat samkvæmt endurmatinu er rúmir sex milljarðar og hækkaði um 6,6 prósent við endurmatið, en sérbýlislóðir hækkuðu að jafnaði um 10 prósent en lóðarmat fjölbýlis hélst óbreytt. Lóðarmatið nú er 46 prósent af meðallóðarmati samsvarandi lóða á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×