Viðskipti innlent

Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi

Jón Hákon Halldórsson skrifar

BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað.

Eigendur N1 segja í fréttatilkynningu að megináherslur í rekstri Malik Supply sé sala eldsneytis til útgerðaraðila á NV-Atlantshafi, bæði frá birgðaskipum en einnig sem umboðsaðili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×