Viðskipti innlent

Telja hægt að auka virði AMR um 250 milljarða

MYND/Vilhelm

FL Group telur að hægt að auka virði AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, um 250 milljarða króna, meðal annars með því að aðskilja vildarklúbb félagsins frá rekstri þess.

FL Group hefur sent stjórn AMR bréf vegna þess og óskað eftir því að hún leiti nýrra leiða til að auka virði félagsins. Tækifærin séu mörg þrátt fyrir harða samkeppni. FL Group á í dag 8,3 prósenta hlut í AMR og er í hópi stærstu hluthafa þess.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að forsvarsmenn FL Group telji að upplýsingagjöf AMR sé einnig ófullnægjandi og fjárfestar eigi því erfitt með að meta afkomu rekstrareininga félagsins og heildarvirði AMR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×