Viðskipti innlent

Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group

Ole Vagner: Treður upp í Tívolí ásamt hljómsveit sinni.
Ole Vagner: Treður upp í Tívolí ásamt hljómsveit sinni.

Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi.

Skarphéðinn Berg segir að ætlun fyrirtækisins sé að kalla alla starfsmenn þess saman í Kaupmannahöfn..."til að þétta hópinn saman og eiga góða stund," eins og hann orðar það. Um er að ræða hátt í 140 starfsmenn og koma 25 þeirra frá Íslandi.

Fyrr um daginn verður efnt til móttöku í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn þar sem Stoðir munu afhenda Fonden for dansk-islansk samarbejde, eða Sjóðnum um dansk, íslenska samvinnu, eina milljón dkr. eða tæpar 12 milljónir kr.

Skermmtunin í Tvíolí hefst með kvöldverði en síðan stígur Ole Vagner á svið ásamt hljómsveit sinni og skemmtir gestum. Hljómsveit hans, A-Band, hefur starfað í um áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×