Viðskipti innlent

Eimskip fær fjórða nýja frystiskipið á tveimur árum

MYND/Eimskip

Eimskip í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi sem er það fjórða sem félagið tekur við á innan við tveimur árum.

Félagið er enn fremur með tvö önnur skip í smíðum og fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla að með þessari fjölgun frystiskipa tvöfaldist flutningsgeta félagsins. Alls nemur fjárfestingin í hinum sex nýju skipum um átta milljörðum króna en kaupin eru liður í þeirri stefnu félagsins að verða leiðandi flytjandi á Norður-Atlantshafi.

Það var norska félagið Myklebust sem byggði frystiskipið en skipið hefur enn ekki fengið nafn. Það verður þó væntanlega nefnt eftir fossi eins önnur skip Eimskips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×