Viðskipti innlent

Stofna prentkeðju á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi

Rafn Benedikt Rafnsson er framkvæmdastjóri Prentun.com.
Rafn Benedikt Rafnsson er framkvæmdastjóri Prentun.com.

Íslenska félagið Kvos, sem meðal annars á Prentsmiðju Odda og Gutenberg, hefur gert sérleyfissamning við bresku prentkeðjuna Printing.com um að byggja upp prentþjónustu og sölustarfsemi að þeirra fyrirmynd á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.

Fram kemur í tilkynningu að Printing.com sé tíu ára gamalt fyrirtæki sem hafi notið mikillar velgengni í Bretlandi en aðferðafræði fyrirtækisins snýst í stuttu máli um skýra og vel útfærða viðskiptahugmynd, framúrskarandi þjálfunarkerfi fyrir starfsmenn ásamt því að einfalda öll samskipti við kaup á prentgripum fyrir viðskiptavinum.

Hefur Kvos þegar stofnað sérstakt fyrirtæki um reksturinn hér á landi, Prentun.com. Geta smærri prentframleiðendur og þjónustuaðilar um allt land átt samstarf við fyrirtækið. Uppbygging í Færeyjum og Grænlandi mun svo hefjast næstu misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×