Viðskipti innlent

Útlit fyrir að dísilolía verði dýrari en bensín

MYND/GVA

Útlit er fyrir að disilolía verði innan tíða talsvert dýrari en bensín, samkvæmt verðþróun á heimsmarkaði.

Verðmunur á tonninu á dísilolíu og bensíni hefur verið að minnka að undanförnu á heimsmarkaði og er nú horfinn. Sérfræðingar segja það meðal annar helgast af því að það hafi verið meiri hagnaður af bensínframleiðslunni en diselolíunni.

Verðið miðast við tonn en dísilolían er 12 prósentum eðlisþyngri en bensínið og því færri lítrar af henni í tonninu en bensíntonninu. Að teknu tilliti til þess var innkaupsverð á bensíni rúmar 34 krónur í gær en innkaupsverð á dísel hátt í 39 krónur.

Af endanlegu útsöluverði tekur ríkið rúmar 42 krónur af bensínlítranum en 41 krónu af díslelítranum. Sú tala er hins vegar til bráðabirgða því samkvæmt lögum er hún 45 krónur, eða fjórum krónum hærri en nú gildir til báðabirgða. Að teknu tillilti til alls þessa má því vænta þess að gasolíuverðið fari talsvert yfir bensínverðið hér á landi í náinni framtíð.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×