Viðskipti innlent

Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti

MYND/Róbert

Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar.

Kaupverðið var 1,3 milljarðar króna og greiddi Landsnett með 900 milljónum króna í reiðufé og 400 milljónum í hlutafé. Við inngönguna eignast Orkuveita Reykjavíkur 6,78 prósenta hlut í Landsneti og verður þar með þriðji stærsti hluthafinn. Landsvirkjun á stærsta hlutinn, eða tæp 65 prósent og þá eiga Rafmagnsveitur ríkisins 22,5 prósent.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×