Viðskipti innlent

Íbúðaverð í hámarki

MYND/AB

Nokkuð dró úr hækkunum á íbúðaverði í síðastliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Að mati Greiningardeildar Kaupþings banka bendir margt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki. Spáð er minnkandi umsvifum á fasteignamarkaði og minni eftirspurn.

Þetta kemur fram í hálffimm frétt Greiningardeildar Kaupþing banka. Þar segir að helstu drifkraftar fasteignamarkaðarins að undanförnu hafi verið meðal annars mikil fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og aukning erlendra lána til fasteignakaupa.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að fasteignaverð hækki lítillega fram að áramótum. Á næsta ári dragi hins vegar hratt úr íbúðaverðshækkunum og að tólf mánaða hækkun fasteignaverðs nái lágmarki í lok næsta árs og verði í kringum 2,5 prósent. Árið 2009 er því hins vegar spáð að fasteignaverð taki aftur að hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×