Fleiri fréttir

Forsetinn keypti listaverk af sjálfum sér

Það er óhætt að segja að útskriftarverkefni Emils Magnúsarsonar Borhammar hafi vakið mikla athygli á útskriftarsýningu Listaháskólans á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Verkin voru sýnd í sendiferðarbíl fyrir utan sýningarstaðinn og þurfti Emil meðal annars að færa bílinn þegar kosið var til Alþingis. Eitt verkanna var mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni að halda fyrir munninn á Dorrit Moussiaeff eiginkonu sinni. Ólafur kom og skoðaði verkið sem hann hefur nú keypt.

Um 2500 manns sáu Engla og Djöfla í gær

Það er ljóst að Robert Langdon, aðalpersónan úr DaVinci lyklinum á sér marga aðdáendur hér á landi. Sjálfstætt framhald myndarinnar, Englar & Djöflar, var frumsýnd í gær um land allt. Í tilkynningu frá Senu kemur fram að rétt rúmlega 2500 gestir hafi séð myndina á frumsýningardaginn og sé þetta því „stærsti" bíódagur ársins og stefni myndin hraðbyri í að verða vinsælasta mynd sumarsins.

Hugleikur grætur Dr. Jón

Dr. Jón er fyrirmyndin að eineygða kettinum Kisa sem er sköpunarverk Hugleiks. Dr. Jón er að öllum líkindum frægasti köttur landsins, lifði litríku lífi og náði því sem fáum mennskum tekst: Að knésetja heimskt kerfið. „Já, Dr. Jón er dáinn. Dauður? Ég hef aldrei náð því af hverju við eigum að hafa einhver öðruvísi orð yfir þetta nákvæmlega sama ástand þegar mannfólkið á í hlut,“ segir Hugleikur Dagsson rithöfundur þegar honum er bent á að oftast sé talað um að dýr drepist en ekki að þau deyi.

Kærasti Jóhönnu hélt ró sinni í Moskvu

„Ég var alveg pollrólegur yfir þessu, þetta var auðvitað hörkuspennandi en ég var alveg handviss um að við værum í síðasta umslaginu," segir Ólafur Ólafsson, kærasti Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Hann er kominn til Moskvu til að styðja við bakið á unnustunni í Eurovision-orrustunni ásamt föður sínum, athafnamanninum Ólafi Björnssyni.

Laddi leikur Ebba Skrögg

„Ég leik Skrögg, eða Scrooge, draugana og allt. Þetta er einleikur. Ég þarf að gera allt sjálfur. Það er alltaf svoleiðis,“ segir Þórhallur Sigurðsson eða Laddi.

Leikarar í fári vegna leka af fjöldapóstlista

„Það var stjórnarfundur hjá félaginu í morgun [í gær] og það sem þar fór fram er trúnaðarmál,“ segir Björn Ingi Hilmarsson stjórnarmaður í Félagi íslenskra leikari (FIL).

Seth Sharp lagði Yale að velli

„Samviska mín er hrein og ég mun heldur ekki verða gjaldþrota,“ segir tónlistarmaðurinn Seth Sharp, sem er hæstánægður þessa dagana. Bandaríski háskólinn Yale hefur ákveðið að falla frá dómsmáli sem hann höfðaði gegn Seth vegna vangoldinna skólagjalda. Skólinn hélt því fram að Seth hefði aldrei greitt krónu af láni sínu frá því hann stundaði þar nám og krafðist í kjölfarið þriggja milljóna greiðslu.

Þróar dansspor sem lætur „moonwalkið“ líta út sem „macarena“

Michael Jackson er nú að vinna að dansspori sem mun láta hið fræga „moonwalk“ líta út eins og „macarena“. Konungur poppsins hefur ráðið einn virtasta danshöfund í heimi, kappa að nafni Kenny Ortega, til þess að kokka upp danssporði sem mun fá aðdáendur hans til þess að gera allt til þess að ná því.

Málar mann á sundskýlu að drekka bjór í hálft ár

Fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum, 2009, er listamaðurinn Ragnar Kjartansson. Hann er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk og gjörninga.

Tæknimennirnir í Eurovision vissir um sigur Jóhönnu

Fyrirtækið M&M production management sér um tæknilegu hliðina í Eurovisionkeppninni í ár. Segja má að þeir sem að því standa hafi staðið sig gríðarlega vel í gær enda var sviðsmyndin stórglæsileg. Starfsmennirnir á bak við tjöldin halda úti bloggsíðu þar sem þeir ræða um keppnina. Í færslu sem skrifuð er í gær er höfundur hennar nokkuð viss um hvar þeir verði á næsta ári. „Við förum til Íslands á næsta ári.“

Sigmar í Moskvu: Það gengur allt rosalega vel

„Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar.

Menntamálaráðherra missir aldrei af Eurovison

„Ég horfi alltaf á Eurovision og hef alltaf gert," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segist hafa verið mjög ánægð með frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar í gær.

Örlygur Smári og Páll Óskar semja Idol-lag

Draumateymið Örlygur Smári og Páll Óskar Hjálmtýsson eru mennirnir á bak við lagið sem þær Anna Hlín Seculic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir flytja á úrslitakvöldi Idol-stjörnuleitar á föstudagskvöldið.

Tvífarar: Euro-kynnir og Jón Ásgeir

Íslenska þjóðin sat spennt fyrir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld þar sem framlag okkar fór áfram í úrslitakeppni Eurovison sem fram fer á laugardaginn. Óhætt er að segja að Jóhanna hafi slegið í gegn. En það voru fleiri sem slógu í gegn og frammistaða kynnanna á keppninni vakti athygli.

Hönkið hennar Katie er hommi

Dularfulla hönkið sem sást með Katie Price á föstudagskvöldið neitar því að vera ástæða þess að fyrirsætan og eiginmaður hennar Peter Andre hafa ákveðið að skilja, þar sem hann sé samkynhneigður. Það er The Sun sem segir frá þessu í dag.

Stórglæsileg á sviðinu í Moskvu

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flutti lagið, Is it true, fyrir hönd Íslands á stóra sviðinu í Moskvu fyrir nokkrum mínútum. Lag Jóhönnu var það tólfta í röðinni en mörg skemmtileg atriði voru á undan hennar. Flestir spá Noregi góðu gengi en salurinn virtist taka lagi Jóhönnu vel.

Vel stemmd fyrir kvöldinu

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, segist vongóð um að komast áfram eftir undankeppnina sem haldin verður í Moskvu í kvöld. Hún hafi fengið góð viðbrögð við laginu en sé þó með fæturna á jörðinni.

Annasamur dagur hjá Jóhönnu - myndir

Meðfylgjandi má meðal annars sjá myndir af Jóhönnu Guðrúnu og fríðu föruneyti hennar í Moskvu. Í dag hvíldi hópurinn sig fram yfir hádegi og byrjaði að huga að förðun, hárgreiðslu og útlitinu áður en hann lagði af stað í Ólympíuhöllina klukkan 15 að staðartíma eða klukkan 11 að íslenskum tíma.

Chris Brown: „Ég lak ekki þessum brjóstamyndum“

Chris Brown segist ekkert hafa með það að gera að brjóstamyndir af söngkonunni og fyrrum kærustu sinni, Rihönnu, hafi lekið á internetið í síðustu viku. Nokkrar sjóðheitar myndir sem virðast vera af söngkonunni birtust á netinu fyrir helgi og vöktu skiljanlega mikla athygli.

Jordan og Peter Andre að skilja

Fyrirsætan Katie Price, betur þekkt sem Jordan, og eiginmaður hennar Peter Andre eru að skilja eftir nætum fimm ára hjónaband. Það er breska slúðurblaðið The Sun sem segir frá þessu í dag. Parið kynntist í raunveruleikaþættinum, I´m a celebrity....Get Me Out Of Here! í skógum Ástralíu.

Brasilíufangi lék handrukkara í Reykjavík Rotterdam

„Hann var annar þeirra sem fylgdu mér," segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, en Ragnar Erling Hermannsson lék í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Þá lék Ragnar handrukkara sem var í slagtogi með persónu Jóhannesar Hauks sem sjálfur lét óhugnalegan handrukkara.

Poppuð mamma - myndir

Eins og sjá má á myndunum var söngkonan Gwen Stefani stödd á LAX flugvellinum í Los Angeles ásamt syni hennar Kingston, 4 ára, í gærdag.

Norskar hjólhýsakonur væntanlegar

Fimm norskar „hjólhýsakonur" eru nú á skipsfjöl á leið til landsins en þær munu auk annarra setja svip sinn á Listahátíð í Reykjavík sem hefst á föstudaginn.

Atli Örvarsson á hluta í Englum og djöflum

Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson heldur áfram að gera góða hluti með meistara sínum, Hans Zimmer. Zimmer er höfundur tónlistarinnar við stórmyndina Englar & Djöflar sem byggð er á metsölubók Dan Brown og að sjálfsögðu er Atli meðal þeirra sem leggja sitt á vogarskálarnar við sköpun þess andrúmslofts sem nauðsynlegt er með tónlist sinni. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli óþreyju enda sjálfstætt framhald hinnar ofurvinsælu Da Vinci Code. Myndin er í leikstjórn Ron Howard en það er bandaríski Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks sem leikur Robert Langdon, táknfræðinginn snjalla.

Sonur Geirs Jóns í löggunni

„Nei, ég var ekki ánægður með að hann færi í þetta starf. Gerði allt til að koma í veg fyrir það. En þetta er honum í blóð borið og hefur gengið vel," segir Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Íslandsmyndir í Clash of Titans

Loftmyndir frá Íslandi verða notaðar í bandarísku stórmyndinni Clash of Titans. Þetta kemur fram á vefsíðunni Coventry Telegraph. Tökur eru hafnar í London en þær færast síðan yfir í sólarparadísina Tenerife, þar sem fjöldi Íslendinga sleikir jú sólina á ári hverju.

Beyonce skipuleggur frí

Bandaríska söngkonan Beyonce gefur það sterklega í skyn í viðtali við tímaritið Marie Claire að hún sé á leiðinni í langt frí frá sviðsljósinu með manni sínum, rapparanum Jay-Z. Kannski ekki nema von. Beyonce hefur verið að nánast látlaust síðan að hún skaust uppá stjörnuhimininn, fyrst með Destiny's Child og síðan uppá eigin spýtur. Auk þess að syngja hefur hún leikið í þó nokkrum kvikmyndum en nú þykir henni vera nóg komið í bili.

Mikill áhugi á Gauragangs-myndinni

Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur sem haldnar voru fyrir kvikmyndina Gauragangur sem framleiðslufyrirtækið Zik Zak gerir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson en hann gerði einmitt metsölumyndina Astrópíu um árið. Gauragangur er sem kunnugt er byggð á bók Ólafs Hauks Símonarsonar og fjallar um glímu Orms Óðinssonar við hin erfiðu unglingsár.

Svíar kaupa goðaheim Friðriks

„Já, Svíar ákalla þrumuguðinn Þór. Samningurinn einn og sér bjargar ekki gjaldeyrismálum þjóðarinnar en þetta brýtur ísinn erlendis og gefur byr í seglin, bæði hvað varðar frekari samninga erlendis og eins dreifingu myndarinnar,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi.

World Class sú besta í heimi

Líkamsræktarstöðin World Class í Laugum er sú besta í öllum heiminum að mati hins virta dálkahöfundar Elliott Hester. Í grein í breska dagblaðinu The Morning Star segist hann hafa heimsótt margar líkamsræktarstöðvar um allan heim, þar á meðal í Svíþjóð og Singapúr, en aldrei hafi hann kynnst eins miklum gæðum og á Íslandi. „Af öllum þeim líkamsræktarstöðvum sem ég hef heimsótt á 27 ára ferðalögum mínum þá er World Class-salurinn og Laugar Spa á Íslandi í sérflokki,“ skrifar hann. „Þegar ég gekk inn í líkamsræktarsalinn leið mér eins og James Bond sem gæti valið úr fjölda háleynilegra vopna. Ég horfði inn í rauðan augnskannann og var tilbúinn til að taka á því og láta dekra við mig.“

Star Trek vinsælust

Fyrstu tölur um aðsókn að kvikmyndahúsum vestanhafs benda til þess að nýja myndin í Star Trek myndabálknum hafi geislað til sín ríflega 76 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur meira en 9,5 milljörðum íslenskra króna í miðasölu um helgina.

Fjölmargir vilja leika í Gauragangi

Meira en 500 manns mættu í opnar leikaraprufur sem haldnar voru á skemmtistaðnum Óliver í dag. Prufurnar eru fyrir kvikmyndina Gauragang í leikstjórn Gunnar Björns Ólafssonar, sem leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu.

Minna prjál á Cannes

Það verður ögn minni glansi á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi þetta árið í ljósi alheimskreppunnar. Færri veislur verða og minni í sniðum auk þess sem nær engin eftirspurn er eftir leigu á lúxussnekkjum fyrir stjörnurnar og fyrirtæki sem vilja selja og kaupa kvikmyndir á hátíðinni. Stóru Hollywood kvikmyndaverin hafa einnig ákveðið að kynna stór sumarsmellina sína þetta árið annars staðar og spara þannig kostnað en Cannes hefur hin síðari ár verið vettvangur umfangsmikilla kynninga á þeim myndum sem eiga að laða gesti í kvikmyndahús um allan heim yfir sólríka sumarmánuðina.

Gervaise aftur í uppistand

Breski grínarinn Ricky Gervais, sem slegið hefur í gegn með gamanþáttunum Office og Extras, hefur ákveðið að grípa hljóðnemann og skella sér aftur í uppistandið. Hann kynnti nú rétt fyrir helgi áform um að ferðast um England í haust og troða upp á sem flestum stöðum. Hann mun skemmta í Manchester, Newcastle, Sheffield og Glasgow í Skotlandi. Er búist við húsfylli á flestum ef ekki öllum stöðum.

Sundstjarna í rúminu með strippara

Enn og aftur er bandaríski sundkappinn Michael Phelps kominn í fjölmiðla fyrir eitthvað allt annað sundiðkunn. Nú hefur fatafellan Theresa White stigið fram og sagt að sundkappinn hafi sofið hjá sér og vinkonu sinni þegar hann fagnaði að hafa setið af sér þriggja mánaða keppnisbann í vikunni.

Mia Farrow hætt í hungurverkfalli

Bandaríska leikkonan Mia Farrow hefur hætt hungurverkfalli sínu en læknar hafa áhyggjur af heilsu hennar. Leikkonan er 64 ára gömul.

Tónleikum Amy Winehouse hætt vegna rigningu

Breska söngkonan Amy Winehouse kom fram í fyrsta sinn um nokkurt skeið á tónlistarhátíð í gær á karabísku eyjunni St. Lucia. Tónleikar söngkonunnar sem fóru fram undir berum himni urðu þó styttri en í upphafi var gert ráð fyrir vegna mikillar rigningar. Söngkonan reyndi í fyrstu að halda sínu striki en játaði sig þó að lokum sigraða, segir Chris Goodman talsmaður söngkonunnar.

Jóhannes Steinn matreiðslumeistari ársins

Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX var í dag krýndur matreiðslumeistari ársins á sýningunni Ferðalög og frístundir sem stendur yfir í Laugardalshöll. Mikill fjöldi gesta hefur lagt leið sína í Laugardalinn í dag og í gær til að kynna sér það nýjasta sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudag.

Clooney jók áhorfið á Bráðavaktina

Eftir 15 ára samfellda sigurgöngu var lokaþáttur bráðamóttökusápunnar Bráðavaktarinnar, eða ER, nýverið sýndur á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni. Í lokaþáttaröðinni komu gömul andlit úr þáttunum og þar á meðal var stórstjarnan George Clooney.

Idol-Lísu langar til að semja eigin tónlist

„Mig langar að syngja eins mikið og ég get og jafnvel að semja mína eigin tónlist,“ segir Guðrún Lísa Einarsdóttir, oftast kölluð Lísa, sem féll úr Idol-söngvakeppninni í undanúrslitaþætti á Stöð 2 í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir