Lífið

Brasilíufangi lék handrukkara í Reykjavík Rotterdam

Ragnar Erling fór hamförum í myndinni.
Ragnar Erling fór hamförum í myndinni.

„Hann var annar þeirra sem fylgdu mér," segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, en Ragnar Erling Hermannsson lék í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Þá lék Ragnar handrukkara sem var í slagtogi með persónu Jóhannesar Hauks sem sjálfur lét óhugnalegan handrukkara.

Ragnar í hlutverki sínu hægra megin í bílnum.

Myndin var frumsýnd á síðasta ári en það var Óskar Jónsson sem leikstýrði. Myndin var ágætlega sótt og fékk einróma lof gagnrýnanda.

Jóhannes Haukur vakti mikla athygli sem handrukkarinn óhugnalegi. Þá þóttu leikararnir sem fylgdu honum einnig verulega skuggalegir auk þess sem þeir voru sannfærandi í hlutverkum sínum.

Ragnar fékk hlutverkið eftir að hafa komið í prufu en hann mun vera með verulegan áhuga á leiklist.

Aðspurður hvernig hann hafi verið á tökustað segir Jóhannes að honum hafi fundist Ragnar frábær og skemmtilegur.

„Hann var geðveikt hress og lífsglaður strákur. Það kom mér verulega á óvart að hann lenti í þessu," segir Jóhannes að lokum.

Hér má sjá stiklu úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.