Lífið

Beyonce skipuleggur frí

Í frí saman
Beyonce og Jay-Z langar að fara í tveggja ára frí frá sviðsljósinu og einbeita sér alfarið að hvort öðru.
Í frí saman Beyonce og Jay-Z langar að fara í tveggja ára frí frá sviðsljósinu og einbeita sér alfarið að hvort öðru.

Bandaríska söngkonan Beyonce gefur það sterklega í skyn í viðtali við tímaritið Marie Claire að hún sé á leiðinni í langt frí frá sviðsljósinu með manni sínum, rapparanum Jay-Z. Kannski ekki nema von. Beyonce hefur verið að nánast látlaust síðan að hún skaust uppá stjörnuhimininn, fyrst með Destiny's Child og síðan uppá eigin spýtur. Auk þess að syngja hefur hún leikið í þó nokkrum kvikmyndum en nú þykir henni vera nóg komið í bili.

Umrætt frí ku víst eiga að hefjast um leið og tónleikaferðalagi hennar, I am..., lýkur en söngkonan er nú stödd í Evrópu og tryllir þar lýðinn. Ástæðan er sögð vera sú að hana langar mikið til að einbeita sér að einkalífinu, hjónabandinu og hugsanlega barnseignum en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hún bæri barn undir belti. Svo hefur reyndar ekki verið.

„Forgangsröðunin hefur breyst hjá mér, þannig að ég gæti verið á leiðinni í tveggja ára frí. Við Jay-Z höfum unnið nægjanlega mikið til að geta leyft okkur það," segir söngkonan við Marie Claire. „Við höfum jafnframt samræmt dagskránna hjá okkur þannig að þetta ætti að geta gengið upp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.