Lífið

Atli Örvarsson á hluta í Englum og djöflum

Englar og djöflar Atli Örvarsson, íslenska tónskáldið í Hollywood, á hluta af tónlistinni í stórmyndinni Angles & Demons með Tom Hanks
Englar og djöflar Atli Örvarsson, íslenska tónskáldið í Hollywood, á hluta af tónlistinni í stórmyndinni Angles & Demons með Tom Hanks

Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson heldur áfram að gera góða hluti með meistara sínum, Hans Zimmer. Zimmer er höfundur tónlistarinnar við stórmyndina Englar & Djöflar sem byggð er á metsölubók Dan Brown og að sjálfsögðu er Atli meðal þeirra sem leggja sitt á vogarskálarnar við sköpun þess andrúmslofts sem nauðsynlegt er með tónlist sinni. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli óþreyju enda sjálfstætt framhald hinnar ofurvinsælu Da Vinci Code. Myndin er í leikstjórn Ron Howard en það er bandaríski Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks sem leikur Robert Langdon, táknfræðinginn snjalla.

Atli er titlaður additional composer á kreditlista kvikmyndarinnar og því ljóst að hann hefur haft töluvert um tónlistina að segja. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir Atli og Hanz vinna saman, þeir hafa unnið að gerð tónlistarinnar fyrir kvikmyndir á borð við Simpsons, Pirates of the Carabbean og nú síðast Frost/Nixon.

Atli hefur jafnframt getið sér góðs orðs sem tónskáld á sínum eigin vegum, semur meðal annars tónlistina við nýjustu kvikmynd spænska hjartaknúsarans Antonio Banderas, The Code, þar sem hann leikur á móti reynsluboltanum Morgan Freeman.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.