Lífið

Stórglæsileg á sviðinu í Moskvu

Frá æfingu Jóhönnu Guðrúnar fyrir keppnina.
Frá æfingu Jóhönnu Guðrúnar fyrir keppnina.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flutti lagið, Is it true, fyrir hönd Íslands á stóra sviðinu í Moskvu fyrir nokkrum mínútum. Lag Jóhönnu var það tólfta í röðinni en mörg skemmtileg atriði voru á undan hennar. Flestir spá Noregi góðu gengi en salurinn virtist taka lagi Jóhönnu vel.

Margir sérfræðingar hafa einnig spáð henni góðu gengi og hefur snillingurinn Andrew Lloyod Webber meðal annars lýst yfir aðdáun sinni á laginu.

Það kemur síðan í ljós eftir um klukkustund hvort Jóhanna komist áfram og taki þátt í úrslitakeppninni sem fram fer á laugardaginn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.