Lífið

Gervaise aftur í uppistand

Breski grínarinn Ricky Gervais í hlutverki David Brents í Office-þáttunum.
Breski grínarinn Ricky Gervais í hlutverki David Brents í Office-þáttunum.
Breski grínarinn Ricky Gervais, sem slegið hefur í gegn með gamanþáttunum Office og Extras, hefur ákveðið að grípa hljóðnemann og skella sér aftur í uppistandið. Hann kynnti nú rétt fyrir helgi áform um að ferðast um England í haust og troða upp á sem flestum stöðum. Hann mun skemmta í Manchester, Newcastle, Sheffield og Glasgow í Skotlandi. Er búist við húsfylli á flestum ef ekki öllum stöðum.

Gervais segir að hann ætli að spjalla við gesti í uppistandinu og hver sýning verði frábrugðin þeirri fyrri. Hann segist sækja margt í fyrirkomulaginu í smiðju skoska grínarans Billy Connolly sem hann segir eina helstu fyrirmynd sína í bransanum.

Gervaise hefur þó ekki sagt skilið við sjónvarp eða kvikmyndir. Hann hefur nýlokið við að leika í gamanmyndunum The Invention of Lying og Cemetary Junction en hann skrifaði handritið af báðum myndunum og leikstýrir þeim ásamt samstarfsmönnum sínum Matthew Robinson og Stephen Merchant en með þeim síðarnefnda skrifaði hann þættina Office og Extras.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.