Lífið

World Class sú besta í heimi

world class Dálkahöfundurinn Elliott Hester segir að World Class sé besta líkamsræktarstöð heimsins.
world class Dálkahöfundurinn Elliott Hester segir að World Class sé besta líkamsræktarstöð heimsins.

Líkamsræktarstöðin World Class í Laugum er sú besta í öllum heiminum að mati hins virta dálkahöfundar Elliott Hester. Í grein í breska dagblaðinu The Morning Star segist hann hafa heimsótt margar líkamsræktarstöðvar um allan heim, þar á meðal í Svíþjóð og Singapúr, en aldrei hafi hann kynnst eins miklum gæðum og á Íslandi. „Af öllum þeim líkamsræktarstöðvum sem ég hef heimsótt á 27 ára ferðalögum mínum þá er World Class-salurinn og Laugar Spa á Íslandi í sérflokki,“ skrifar hann. „Þegar ég gekk inn í líkamsræktarsalinn leið mér eins og James Bond sem gæti valið úr fjölda háleynilegra vopna. Ég horfði inn í rauðan augnskannann og var tilbúinn til að taka á því og láta dekra við mig.“

Hester bætir því við að svo mörg tæki séu í líkamsræktarsalnum að hvaða einkaþjálfari sem er myndi gapa af undrun. „Áður en ég heimsótti World Class hafði ég aldrei eytt meira en hálftíma á hlaupabretti. En vegna þess að ég gat notað heyrnartól og horft á Star Wars: Attack of the Clones á einum af fjölmörgum sjónvarpsskjáum skokkaði ég látlaust í níutíu mínútur.“

Greinarhöfundur er einnig sérlega hrifinn af Laugum Spa og fer fögrum orðum um gufuböðin sjö sem þar er að finna og afslöppunarherbergið þar sem hann hvíldi lúin bein eftir erfiði dagsins. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.