Lífið

Skilanefndarmenn og eigandi Reykjavík Invest ríða saman

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skilanefnd Landsbankans tengist Byr með ýmsum hætti. Mynd/ AFP.
Skilanefnd Landsbankans tengist Byr með ýmsum hætti. Mynd/ AFP.
Tengsl Skilanefndarmanna í Gamla Landsbankanum við Arnar Bjarnason, eiganda Reykjavík Invest, eru ekki einungis viðskiptalegs eðlis.

Lárus Finnbogason, formaður Skilanefndar, Ársæll Hafsteinsson, sem situr í skilanefnd og Arnar Bjarnason, eigandi Reykjavík Invest, eiga það nefnilega allir sameiginlegt að vera hestamenn. Þeir eru allir félagar í hestamannafélaginu Andvara.

Þessir menn eiga allir ættbókafærða gæðinga. Í tímaritinu Eiðfaxa kemur til dæmis fram að Kolskör frá Enni er í eigu Lárusar, Ársæll Hafsteinsson á Eldingu frá Brekkum og Arnar Bjarnason á Þulu frá Fljótshólum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.