Lífið

Norskar hjólhýsakonur væntanlegar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hjólhýsakonurnar á athafnasvæði Samskipa í Árósum í Danmörku en þar fóru þær um borð í skip sem flytur þær áleiðis til Íslands.
Hjólhýsakonurnar á athafnasvæði Samskipa í Árósum í Danmörku en þar fóru þær um borð í skip sem flytur þær áleiðis til Íslands.

Fimm norskar „hjólhýsakonur" eru nú á skipsfjöl á leið til landsins en þær munu auk annarra setja svip sinn á Listahátíð í Reykjavík sem hefst á föstudaginn.

 

Hjólhýsakonurnar eru verk norsku listakonunnar Marit Benthe Norheim og verða þær til sýnis jafnt að utan sem innan á Austurvelli á laugardaginn. Eftir það munu þær svo skjóta upp kollinum hingað og þangað um borgina meðan Listahátíð stendur en henni lýkur 31. maí.

 

Konurnar koma til landsins á fimmtudaginn og munu þá menntamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri mektarkonur, eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar, flytja hjólhýsin úr skipi og á áfangastað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.