Lífið

Sundstjarna í rúminu með strippara

Michael Phelps.
Michael Phelps.
Enn og aftur er bandaríski sundkappinn Michael Phelps kominn í fjölmiðla fyrir eitthvað allt annað sundiðkunn. Nú hefur fatafellan Theresa White stigið fram og sagt að sundkappinn hafi sofið hjá sér og vinkonu sinni þegar hann fagnaði að hafa setið af sér þriggja mánaða keppnisbann í vikunni.

Hinn 23 ára gamli Phelps setti met þegar hann vann sín 14. gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra en var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann eftir að myndir birtust fjölmiðla af honum reykjandi kannabis. Sundkappinn íhugaði að hætta eftir að málið komst upp en ákvað að keppa í minnst fjögur ár í viðbót.

White segist hafa umgengist Phelps umtalsvert að undanförnu og að hann hafi breyst mikið í skapi eftir að myndirnar birtust í fjölmiðlum og orðið afar vænisjúkur og ekki treyst neinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.