Lífið

Menntamálaráðherra missir aldrei af Eurovison

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra horfði á Eurovision. Mynd/ Anton.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra horfði á Eurovision. Mynd/ Anton.
„Ég horfi alltaf á Eurovision og hef alltaf gert," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segist hafa verið mjög ánægð með frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar í gær.

Jóhanna Guðrún söng þar nánast óaðfinnanlega og komst áfram í aðalkeppnina sem verður haldin á laugardaginn. „Það var sko klappað. Ég sat nú bara með manninum mínum og horfði á og ég rak upp mikið gól og klappaði þegar að hún komst áfram. Ég heyrði bókstaflega, að ég held úr íbúðinni fyrir ofan, að þar var einhver sem hoppaði upp af gleði," segir Katrín.

Katrín segist alls ekki ætla að missa af keppninni á laugardaginn nema eitthvað mikið komi til.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.