Lífið

Málar mann á sundskýlu að drekka bjór í hálft ár

Ragnar Kjartansson er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum.
Ragnar Kjartansson er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum.
Fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum, 2009, er listamaðurinn Ragnar Kjartansson. Hann er kunnur fyrir fjölbreytt verk sín sem eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk og gjörninga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Þá segir að á hátíðinni muni Ragnar innrétta listmálarastúdíó í hinni fögru byggingu sem hýsir íslenska skálann.

„Hún er frá fjórtándu öld og má muna sinn fífil fegurri, rýmið er glæsilegt en hrátt. Þar sem það vísar beint út að Canale Grande sýkinu endurkastast merlandi hafflöturinn innandyra og öldugjálfrið ómar. Þarna mun listamaðurinn starfa í hálft ár og mála hverja myndina á fætur annarri af ungum manni sem dvelur með honum allan tímann. Fyrirsætan er á sundskýlu, reykir og sötrar bjór. Málverkin safnast saman upp um alla veggi og í stöflum á gólfinu þar sem háflóðið (sem flæðir reglulega inn á gólf) reynir að sökkva þeim. Í nærliggjandi rými ríkir álíka einkennilegt tímaleysi og á vinnustofu listamannsins. Fimm kvikmyndir, hver á sínu tjaldi eins og málverk á sýningu, sýna samspil hljóðfæraleiks og söngs. Ragnar er staddur úti undir beru lofti um hávetur í ægifögru landslagi Klettafjallanna í Kanada. Þar leikur hann í félagi við annan mann langa og óræða sveitatónlist og hver mynd."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.