Lífið

Chris Brown: „Ég lak ekki þessum brjóstamyndum“

Söngkonan Rihanna
Söngkonan Rihanna
Chris Brown segist ekkert hafa með það að gera að brjóstamyndir af söngkonunni og fyrrum kærustu sinni, Rihönnu, hafi lekið á internetið í síðustu viku. Nokkrar sjóðheitar myndir sem virðast vera af söngkonunni birtust á netinu fyrir helgi og vöktu skiljanlega mikla athygli.

Brown neitar að eiga einhvern hlut í þessu máli en þau hættu saman eftir að hann réðist að söngkonunni eftir fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunahátíðina í febrúar síðast liðnum.

Heimildarmaður The Sun í Bandaríkjunum hafði áður sagt að Brown hefði sett myndirnar á netið í reiðiskasti en hann mun vera mjög ósáttur við sambandsslitin. Blaðafulltrúi Browns sagði hinsvegar að ekkert væri til í þeim sögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×