Lífið

Annasamur dagur hjá Jóhönnu - myndir

Jóhanna, dönsku keppendurnir og Elín Reynisdóttir.
Jóhanna, dönsku keppendurnir og Elín Reynisdóttir.

Meðfylgjandi má meðal annars sjá myndir af Jóhönnu Guðrúnu og fríðu föruneyti hennar í Moskvu.

Í dag hvíldi hópurinn sig fram yfir hádegi og byrjaði að huga að förðun, hárgreiðslu og útlitinu áður en hann lagði af stað í Ólympíuhöllina klukkan 15 að staðartíma eða klukkan 11 að íslenskum tíma.

Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún.

Aðalæfingin hefst klukkan 17 (kl:13 að íslenskum tíma) og eftir það fer hópurinn aftur upp á hótel til að hvílast, næra sig og safna kröftum fyrir kvöldið.

Í Moskvu hefst útsendingin klukkan 23, sem er klukkan 19 á Íslandi og stendur til klukkan eitt eftir miðnætti.



Yesmine, Jóhanna og Elín.

Eftir það hefst blaðamannafundur þar sem fulltrúar þeirra tíu landa, sem komast áfram úr undankeppninni draga um röðina og svara fyrirspurnum blaðamanna.

Það er því langur og strangur dagur framundan hjá íslenska Eurovision hópnum í Moskvu.

Flestir eru sammála um að það væri stórslys ef framlag Íslands kemst ekki uppúr undanriðli í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.