Sigmar í Moskvu: Það gengur allt rosalega vel 13. maí 2009 12:01 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir komst áfram upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision og tekur því þátt í úrslitakvöldinu sem fer fram á laugardaginn í Moskvu. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ. „Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10." Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
„Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10."
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira