Sigmar í Moskvu: Það gengur allt rosalega vel 13. maí 2009 12:01 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir komst áfram upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision og tekur því þátt í úrslitakvöldinu sem fer fram á laugardaginn í Moskvu. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ. „Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10." Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
„Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10."
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist