Sigmar í Moskvu: Það gengur allt rosalega vel 13. maí 2009 12:01 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir komst áfram upp úr fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision og tekur því þátt í úrslitakvöldinu sem fer fram á laugardaginn í Moskvu. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ. „Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10." Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Hún er bara rosa góð. Fólk fór ekki í háttinn fyrrr en klukkan sjö átta að morgni. En það voru engin brjáluð læti," segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpssmaður sem lýsir keppninni fyrir landanum aðspurður hvernig stemningin er hjá hópnum í Moskvu. „Þú sérð það að keppnin var ekki búin fyrr en klukkan tvö í nótt. Við vöknuðum í hádeginu og fólk er búið að melta þetta og allir rosa ánægðir," segir Sigmar. Það var uppgjafartónn í þér í gær! „Já ég var eiginlega orðinn mjög svartsýnn. Sérstaklega þegar tvær þjóðir voru eftir. Ég vissi að Armenía kæmist áfram." „Það hefði nú verið skrýtið ef við hefðum ekki komist áfram ef við hugsum þetta út frá gæði laganna." „Það hefur verið mikill meðbyr með laginu síðustu tvo daga eftir að rennslin hófust. Annars var flest allt eftir bókinni í þessum riðli. Fátt sem kom á óvart," segir Sigmar. Hvað með þig sjálfan. Hvernig gengur? „Bara vel. Þetta er brjáluð vinna og maður er bara á þeytingi frá morgni til kvölds en þetta er ógeðslega gaman. Það er verið að renna keppninni tvisvar í dag, þ.e. seinni úrslitin. Ég er að horfa á þetta og skrifa handrit," segir Sigmar. Hvernig fílar þú Moskvu? „Ég er ekki búinn að sjá neitt brjálæðislega mikið af henni en er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er bjálæðislega stór borg. Við erum búin að sjá svo pínulítinn hluta. Ég myndi nú gjarnan vilja hafa einn til tvo daga en það er ekki í boði. Þetta er þétt keyrsla. En ég er búinn að sjá Rauða torgið, segir Sigmar. Ertu mikið einn? "Já svolítið. Er mikið einn upp í klefanum á meðan að rennslin eru öll í gangi. Svo er ég í blaðmannamiðstöðinnni með fleiri Rúvurum." Hittir þú Jóhönnu og fylgdarlið? "Já við förum út að borða á kvöldin og hittum þau baksviðs og á morgnana þegar við erum að fara af stað." „Við höldum svolitíð hópinn og setjumst saman niður á hótelbarnum á kvöldin og höfum það gaman." Sigrum við? „Nei. Ég held að Noregur vinni. Það kæmi mér mjög á óvart ef Noregur sigrar ekki," svaraði Sigmar. „Það er rosa gott hljóðið í öllum Íslendingunum. Það gengur allt rosalega vel núna. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Það er miklu meiri stemning fyrir laginu núna en áður," segir Sigmar sem hefur farið fjórum sinnum út með íslenska Eurovision hópnum á vegum RUV. „En ég veit ekkert hvað það þýðir á laugardaginn. Ég leyfi mér að vera ágætlega bjartsýnn núna. Ég segi að við verðum pottþétt í topp 10."
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira