Lífið

Clooney jók áhorfið á Bráðavaktina

George Clooney sem dr. Doug Ross í bráðamóttökusápunni Bráðavaktinni.
George Clooney sem dr. Doug Ross í bráðamóttökusápunni Bráðavaktinni.
Eftir 15 ára samfellda sigurgöngu var lokaþáttur bráðamóttökusápunnar Bráðavaktarinnar, eða ER, nýverið sýndur á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni. Í lokaþáttaröðinni komu gömul andlit úr þáttunum og þar á meðal var stórstjarnan George Clooney.

Clooney þótti standa sig einkar vel og jók innkoma hans á áhorfið á þættina og er talið að rúmlega 900 þúsund manns hafi horft á lokaþáttinn.

Einnig komu þau Julianna Margulies og Eriq La Salle og við sögu.

Clooney kom seinast fram sem dr. Doug Ross í Bráðavaktinni árið 2000 þar sem hann sást í atriði með fyrrverandi kærustu Dr. Ross, fyrrnefnd Juliana Marguilies.

Það munaði minnstu að Bráðavaktarþættirnir yrðu aldrei framleiddir en þegar upp var staðið sópuðu þeir til sín hvorki meira né minna en 22 Emmy-verðlaunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.