Lífið

Fjölmargir vilja leika í Gauragangi

Meira en 500 manns mættu í opnar leikaraprufur sem haldnar voru á skemmtistaðnum Óliver í dag. Prufurnar eru fyrir kvikmyndina Gauragang í leikstjórn Gunnar Björns Ólafssonar, sem leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu.

Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar en leikverk sem byggt var á bókinni sló í gegn á sviði Þjóðleikshússins fyrir einum 15 árum. Framleiðendur kvikmyndarinnar gera ráð fyrir að hefja töku í haust.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.