Lífið

Mia Farrow hætt í hungurverkfalli

Mia Farrow.
Mia Farrow.
Bandaríska leikkonan Mia Farrow hefur hætt hungurverkfalli sínu en læknar hafa áhyggjur af heilsu hennar. Leikkonan er 64 ára gömul.

Farrow sem jafnframt er góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna hóf verkfall sitt fyrir 12 dögum til að lýsa yfir samstöðu með stríðshrjáðum íbúum Darfur-héraðs í Súdan eftir að yfirvöld í landinu neituðu að þiggja erlenda hjálparaðstoð.

Talið er að allt að 300 þúsund hafi látist og tvær milljónir manna flúið heimili sín á síðustu ár vegna átakanna í Darfur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.