Lífið

Hönkið hennar Katie er hommi

Katie Price
Katie Price
Dularfulla hönkið sem sást með Katie Price á föstudagskvöldið neitar því að vera ástæða þess að fyrirsætan og eiginmaður hennar Peter Andre hafa ákveðið að skilja, þar sem hann sé samkynhneigður. Það er The Sun sem segir frá þessu í dag.

Spencer Wilton er heimsfrægur úr tískuheiminum og einn af þremur mönnum sem sást með Katie á föstudagskvöldið úti á lífinu á næturklúbbi í Bristol.

Þegar myndir af hinni brjóstgóðu 32D-glamúr gellu frá föstudagskvöldinu eru skoðaðar betur, má vera ljóst að Peter hefur fengið nóg, en hann hefur sótt um skilnað frá plastkenndu eiginkonu sinni.

Spencer segir að ekkert slæmt sé á milli sín og söngvarans. „Það þarf ekkert að útskýra neitt, við vorum bara að skemmta okkur vel. Þetta hefur allt verið blásið upp í eitthvað sem er ekki," sagði hinn samkynhneigði Spencer í samtali við The Sun.


Tengdar fréttir

Jordan og Peter Andre að skilja

Fyrirsætan Katie Price, betur þekkt sem Jordan, og eiginmaður hennar Peter Andre eru að skilja eftir nætum fimm ára hjónaband. Það er breska slúðurblaðið The Sun sem segir frá þessu í dag. Parið kynntist í raunveruleikaþættinum, I´m a celebrity....Get Me Out Of Here! í skógum Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.