Lífið

Swayze ræðir krabbamein og fleira í nýrri ævisögu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Leikarinn Patrick Swayze fjallar ítarlega um baráttu sína við krabbamein í nýútkominni ævisögu.

Swayze er orðinn 56 ára gamall og fer að styttast í að hægt verði að nota um hann orðalagið gamla brýnið sem haft er um roskna nagla í leikarastéttinni. Það má enda með sanni segja að karlinn sé nagli en í ævisögunni One Last Dance sem kom út í gær segir meðal annars af því þegar hann var 12 tíma á dag við tökur sjónvarpsþáttanna The Beast þrátt fyrir að vera sárþjáður af krabbameini í brisi sem hann greindist með snemma árs í fyrra.

Það er Wendy Leigh sem skráir ævisöguna en lýsingar Swayze á baráttu sinni við sjúkdóminn þykja opinskáar og forvitnilegar. Þá gerir Swayze upp við setninguna „Enginn setur Baby út í horn" eða „Nobody puts Baby in the corner" úr kvikmyndinni Dirty Dancing frá 1987 en kvikmyndaunnendur hafa náð nokkuð vel saman um að útnefna hana verstu setningu sem skráð hefur verið í handrit, hvað þá höfð eftir í kvikmynd.

Aðdáendur kappans ættu að hafa nóg að lesa á næstunni því Swayze og eiginkonan, Lisa Niemi, vinna nú að sameiginlegri ævisögu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.