Lífið

Star Trek vinsælust

Nýja myndin í Star Trek myndabálknum hafi geislað til sín ríflega 76 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur meira en 9,5 milljörðum íslenskra króna í miðasölu um helgina.
Nýja myndin í Star Trek myndabálknum hafi geislað til sín ríflega 76 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur meira en 9,5 milljörðum íslenskra króna í miðasölu um helgina.
Fyrstu tölur um aðsókn að kvikmyndahúsum vestanhafs benda til þess að nýja myndin í Star Trek myndabálknum hafi geislað til sín ríflega 76 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur meira en 9,5 milljörðum íslenskra króna í miðasölu um helgina.

Myndin var frumsýnd á fimmtudaginn vestanhafs sem og hér á landi um helgina. JJ Abrahams leikstýrir myndinni en hann er heilinn á bak við vinsælu sjónvarpsþættina Felicity, Alias, Lost og Fringe sem sýndir eru á Stöð 2. Í myndinni er farið fram fyrir nær allt annað efni sem áður hefur birst á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi um Star Trek hetjurnar og sýnir Kirk kaptein í stjörnuflotanum og Spock unga að árum um borð í geimskipinu Enterprise.

X-Men Origines: Wolverine, nýja myndin í bálknum um X-mennina ógurlegu, á hins vegar enn metið það sem af er sumri. Hún var frumsýnd fyrir viku og tók inn í miðasölu þá helgina litlar 85 milljónir dala eða sem nemur meira en 10,6 milljörðum króna. Hún tók þar til viðbótar 27 milljónir dala um þessa helgi og er númer tvö á aðsóknarlistanum á eftir Star Trek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.