Lífið

Tónleikum Amy Winehouse hætt vegna rigningu

Amy Winehouse.
Amy Winehouse.
Breska söngkonan Amy Winehouse kom fram í fyrsta sinn um nokkurt skeið á tónlistarhátíð í gær á karabísku eyjunni St. Lucia. Tónleikar söngkonunnar sem fóru fram undir berum himni urðu þó styttri en í upphafi var gert ráð fyrir vegna mikillar rigningar. Söngkonan reyndi í fyrstu að halda sínu striki en játaði sig þó að lokum sigraða, segir Chris Goodman talsmaður söngkonunnar.

Goodman segir að Amy hafi verið afar vonsvikin. Hún vonist til að koma fram á tónleikum á St. Lucia sem allra fyrsta en söngkonan hefur dvalið á eyjunni undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.