Laddi leikur Ebba Skrögg 14. maí 2009 05:00 Hugmynd Bjarna Hauks, um að Laddi leiki Skrögg í Loftkastalanum ár hvert í desember, er einhvern veginn þess eðlis að hún getur vart klikkað.fréttablaðið/gva „Ég leik Skrögg, eða Scrooge, draugana og allt. Þetta er einleikur. Ég þarf að gera allt sjálfur. Það er alltaf svoleiðis,“ segir Þórhallur Sigurðsson eða Laddi. Í gær skrifuðu Laddi og Bjarni Haukur Þórsson leikhússtjóri Loftkastalans undir samning þess efnis að Laddi leiki eina þekktustu jólasögu allra tíma eða Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Sagan segir af hinum fégráðuga Ebenezer Scrooge og samskiptum hans við drauga um jólanótt. Sagan kom fyrst út 19. desember árið 1843 og telst mikilvæg áminning um hinn sanna jólaanda. Að sögn Bjarna hefur Jólaævintýri reynst mörgum kvikmyndaleikstjóranum efniviður og margir þekktir leikarar túlkað Scrooge. „Þeirra á meðal George C. Scott, Bill Murray, Kelsey Grammer og Patrick Stewart. Einnig mun glæný teiknimynd þar sem enginn annar en Jim Carrey mun túlka Scrooge líta dagsins ljós næsta vetur,“ segir Bjarni Haukur. Hugmyndin er að sýna verkið aðeins í desember en keyra þá sýningar nokkuð þétt. Taka svo upp þráðinn að ári. „Bara sýnt í desember, kannski tuttugu sýningar eða svo. Og að ári liðnu mæti ég aftur og flyt þetta,“ segir Laddi en verkefnið leggst sérlega vel í hann þó Laddi segi þetta ekki létt verk. Hann segir söguna og bregður sér í allra kvikinda líki. Þó Laddi sé einhver ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar er hann vanur leiksviðinu og má meðal annars nefna frábæra frammistöðu hans í Óliver Tvist þar sem hann lék Fagin – ræningjaforingjann í Þjóðleikhúsinu fyrir margt löngu. Tónlist og hljóðmynd skipa veigamikinn sess í Jólaævintýri en leikgerðina gera Jón Gunnar Þórðarson, Egill Antonsson og Sindri Þórarinsson. Leikstjóri er Jón Gunnar. Sýningunni Laddi 6-tugur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu er nú lokið eftir rúmar 120 sýningar og áhorfendafjölda upp á tæplega 80 þúsund manns. „Jú, velgengni þeirrar sýningar kom mér heldur betur ánægjulega á óvart og ég er í skýjunum yfir þeim viðtökum. Þetta var mikil törn til tveggja ára. Og menn hálf ómögulegir eftir að þetta hætti. Sitja heima hjá sér, hringja hver í annan og segja: Eigum við ekki að fara að hittast. Þetta er skrýtið ástand eftir að hafa umgengist hópinn svo mikið og reglulega.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég leik Skrögg, eða Scrooge, draugana og allt. Þetta er einleikur. Ég þarf að gera allt sjálfur. Það er alltaf svoleiðis,“ segir Þórhallur Sigurðsson eða Laddi. Í gær skrifuðu Laddi og Bjarni Haukur Þórsson leikhússtjóri Loftkastalans undir samning þess efnis að Laddi leiki eina þekktustu jólasögu allra tíma eða Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Sagan segir af hinum fégráðuga Ebenezer Scrooge og samskiptum hans við drauga um jólanótt. Sagan kom fyrst út 19. desember árið 1843 og telst mikilvæg áminning um hinn sanna jólaanda. Að sögn Bjarna hefur Jólaævintýri reynst mörgum kvikmyndaleikstjóranum efniviður og margir þekktir leikarar túlkað Scrooge. „Þeirra á meðal George C. Scott, Bill Murray, Kelsey Grammer og Patrick Stewart. Einnig mun glæný teiknimynd þar sem enginn annar en Jim Carrey mun túlka Scrooge líta dagsins ljós næsta vetur,“ segir Bjarni Haukur. Hugmyndin er að sýna verkið aðeins í desember en keyra þá sýningar nokkuð þétt. Taka svo upp þráðinn að ári. „Bara sýnt í desember, kannski tuttugu sýningar eða svo. Og að ári liðnu mæti ég aftur og flyt þetta,“ segir Laddi en verkefnið leggst sérlega vel í hann þó Laddi segi þetta ekki létt verk. Hann segir söguna og bregður sér í allra kvikinda líki. Þó Laddi sé einhver ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar er hann vanur leiksviðinu og má meðal annars nefna frábæra frammistöðu hans í Óliver Tvist þar sem hann lék Fagin – ræningjaforingjann í Þjóðleikhúsinu fyrir margt löngu. Tónlist og hljóðmynd skipa veigamikinn sess í Jólaævintýri en leikgerðina gera Jón Gunnar Þórðarson, Egill Antonsson og Sindri Þórarinsson. Leikstjóri er Jón Gunnar. Sýningunni Laddi 6-tugur sem sýnd var í Borgarleikhúsinu er nú lokið eftir rúmar 120 sýningar og áhorfendafjölda upp á tæplega 80 þúsund manns. „Jú, velgengni þeirrar sýningar kom mér heldur betur ánægjulega á óvart og ég er í skýjunum yfir þeim viðtökum. Þetta var mikil törn til tveggja ára. Og menn hálf ómögulegir eftir að þetta hætti. Sitja heima hjá sér, hringja hver í annan og segja: Eigum við ekki að fara að hittast. Þetta er skrýtið ástand eftir að hafa umgengist hópinn svo mikið og reglulega.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira