Lífið

Íslandsmyndir í Clash of Titans

Seifur og Hades Liam Neeson leikur Seif í kvikmyndinni Clash of Titans en loftmyndir frá Íslandi verða notaðar í henni. Bond-pían Gemma Arterton leikur einnig í myndinni.
Seifur og Hades Liam Neeson leikur Seif í kvikmyndinni Clash of Titans en loftmyndir frá Íslandi verða notaðar í henni. Bond-pían Gemma Arterton leikur einnig í myndinni.

Loftmyndir frá Íslandi verða notaðar í bandarísku stórmyndinni Clash of Titans. Þetta kemur fram á vefsíðunni Coventry Telegraph. Tökur eru hafnar í London en þær færast síðan yfir í sólarparadísina Tenerife, þar sem fjöldi Íslendinga sleikir jú sólina á ári hverju.

Ekki liggur fyrir hvers slags myndir verða notaðar frá landslagi Íslands en eflaust er um að ræða góða Íslandskynningu. Clash of Titans segir frá tilraun Perseus til að bjarga prinsessunni Andromedu úr klóm Medúsa. Clash of Titans er endurgerð á samefndri kvikmynd frá árinu 1981 þar sem Laurence Olivier var Seifur og Ursula Andress lék Afródítu.

Enginn hörgull er heldur á stórstjörnum í nýjustu útfærslunni og ber fyrstan að nefna Liam Neeson sem leikur sjálfan Seif en Ralph Fiennes verður Hades. Bond-stúlkan Gemma Arterton leikur einnig í myndinni auk hins danska Mads Mikkelsen. Leikstjóri er Louis Leterrier en hann er hvað þekktastur fyrir Hulk-myndina sína með Edward Norton í hlutverki græna hlunksins.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.