Linda Pé hógvær í viðtali við Times 9. maí 2009 09:00 Afneitar Miss World Linda Pétursdóttir hálfpartinn afneitar Miss World en viðurkennir að hún hafi getað notað titilinn til góðs.fréttablaðið/GVA Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira