Lífið

Mikill áhugi á Gauragangs-myndinni

Spennt ungmenni
Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur fyrir Gauragang sem haldnar voru á Kaffi Oliver.
Spennt ungmenni Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur fyrir Gauragang sem haldnar voru á Kaffi Oliver.

Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur sem haldnar voru fyrir kvikmyndina Gauragangur sem framleiðslufyrirtækið Zik Zak gerir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson en hann gerði einmitt metsölumyndina Astrópíu um árið. Gauragangur er sem kunnugt er byggð á bók Ólafs Hauks Símonarsonar og fjallar um glímu Orms Óðinssonar við hin erfiðu unglingsár.

Aðstandendur myndarinnar hafa gefið það út að prófað sé fyrir öll hlutverk og því gæti einhver óþekktur hreppt hlutverk Orms Óðinssonar sem bókin snýst um. Eins og frægt er orðið lék Ingvar E. Sigurðsson það hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum og því ljóst að einhver gæti dottið í lukkupottinn.

Gauragangs-fólkið hefur reyndar verið á ferð og flugi alla þessa viku, var á Akureyri fyrir viku, svo var haldið til Ísafjarðar, síðan Egilsstaða og loks var síðasta prufan í Reykjavík í gær og stóð hún frá klukkan ellefu um morgunin til átta um kvöldið. Hátt í hundrað ungmenni, með hvíta tjaldið í maganum, mættu á svæðið og sýndu allar sínu bestu hliðar þannig að úr vöndu verður að ráða hjá framleiðendum og leikstjóranum.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.