Fleiri fréttir

Öll mörk vikunnar á Vísi

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Van der Vaart enn á ný tognaður aftan í læri

Hollendingurinn Rafael van der Vaart getur ekki spilað með Tottenham í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann tognaði aftan í læri í jafnteflinu á móti Chelsea í gær.

Yaya Touré valinn besti knattspyrnumaður Afríku 2011

Yaya Touré, leikmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku fyrir árið 2011 en hann hefur verið mikilvægur í uppkomu City-liðsins síðan að hann kom frá Barcelona.

Paul McGrath: Liverpool leikmennirnir ættu að skammast sín

Paul McGrath, fyrrum varnarmaður Manchester United, er allt annað en hrifinn af þeirri ákvörðun leikmanna (og stjóra) Liverpool að hita upp í bolum merktum Luis Suárez til þess að sýna stuðning sinn við Úrúgvæmanninn í verki.

Meiðsli Phil Jones ekki alvarleg

Phil Jones er ekki kjálkabrotinn og verður því líklega ekki jafn lengi frá og í fyrstu var óttast eftir meiðsli hans í leik Manchester United og Fulham í gær.

Villas-Boas: Chelsea átti skilið að vinna

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hefðu átt skilið að fá öll þrjú stigin úr viðureign sinni gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld.

Pepe Reina: Það er búið að krossfesta Luis Suarez

Pepe Reina, markvörður Liverpool, er einn af þeim sem hefur komið Luis Suarez til varnar eftir að leikmaðurinn var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra leikmanni Manchester United.

Villas-Boas staðfestir áhuga sinn á Cahill

André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á því að kaupa Bolton-manninn Gary Cahill þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.

Mancini: Mjög ánægður með að vera á toppnum um jólin

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, getur verið ánægður með sína menn á heimavelli á árinu 2011. Liðið hefur unnið 17 deildarleiki, gert jafntefli og hefur ekki tapað einum einasta leik í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli á þessu ári.

Wenger: Van Persie á eftir metinu hans Shearer

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hollenski framherjinn Robin Van Persie sé ólmur í að spila alla leikina sem eru eftir af árinu til þess að reyna við markamet Alan Shearer.

Eggert verður fjórtándi Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni

Eggert Gunnþór Jónsson er búinn að gera þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves og mun ganga til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 1. janúar 2012. Eggert er sá fjórtándi sem fær að reyna sig í bestu deild

Jones í myndatöku á morgun | Young frá í 2-3 vikur

Ekki er víst að Phil Jones sé kjálkabrotinn eins og fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum í kvöld. Jones þurfti að fara meiddur af velli í 5-0 sigri Manchester United á Fulham en Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann muni fara í myndatöku á morgun.

Leikmenn Liverpool sýndu stuðning sinn í verki

Leikmenn Liverpool sendu frá sér yfirlýsingu og klæddust sérstökum bolum til stuðnings við Luis Suarez, sem var í gær dæmdur í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Heiðar í byrjunarliði QPR

Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR sem mætir Sunderland á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

Viðkvæmur Villas-Boas lét reka aðalstjörnu Chelsea TV

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, er ungur að árum og augljóslega ekki með mjög þykkan skráp. Hann þolir gagnrýni illa og hefur nú látið reka aðalstjörnu sjónvarpsstöðvar Chelsea því sá leyfði sér að gagnrýna stjórann unga.

Hagræddi úrslitum í æfingaleik hjá Manchester United

Kínverskur dómari hefur viðurkennt að hafa tekið við mútum upp á yfir 30 milljónir íslenskra króna í fjögur ár og þar á meðal til að hagræða úrslitum í æfingaleik hjá enska stórliðinu Manchester United.

Eiður um Stoke: Ömurlegur tími og mjög erfiður

"Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka," segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs.

Eiður sér ekki eftir að hafa valið AEK

Eitt af spútnikliðunum í ensku úrvalsdeildinni í ár er Swansea. Brendan Rodgers er stjóri liðsins og lýsti oft yfir áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við félagið, nú síðast í sumar.

Eiður Smári: Ætla mér að spila aftur á tímabilinu

Rúmir tveir mánuðir eru síðan Eiður Smári Guðjohnsen tvíbrotnaði á fæti í leik með liði sínu, AEK Aþenu, í Grikklandi. Þrátt fyrir svartar spár í fyrstu er hann sjálfur staðráðinn í að snúa aftur fyrir vorið.

Í beinni: Fulham - Man. Utd

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Fulham og Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni.

Í beinni: Wigan - Liverpool

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Wigan og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Eggert Gunnþór á leið til Wolves

Skoskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves.

Refsingu Suarez andmælt harðlega í yfirlýsingu

Liverpool sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir furðu sinni að aganefnd enska knattspyrnusambandsins hafi dæmt sóknarmanninn Luis Suarez í átta leikja bann.

Suarez fékk átta leikja bann

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Luis Suarez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna fyrr í vetur.

Villas-Boas spenntur fyrir Jack Rodwell hjá Everton

Jack Rodwell, miðjumaður Everton, er á innkaupalistanum hjá Chelsea samkvæmt frétt inn á Guardian. André Villas-Boas, stjóri Chelsea, er spenntur fyrir þessum tvítuga strák sem spilaði með enska 21 árs landsliðinu á Laugardalsvellinum í haust.

Ekkert að frétta af endurkomu Steven Gerrard

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vill ekkert segja til um það hvenær hann sjái fyrir sér að fyrirliðinn Steven Gerrard snúi aftur inn í liðið. Gerrard hefur verið frá nær allt tímabilið vegna meiðsla.

Bolton hafði betur í botnslagnum

Steve Kean er kominn með lið sitt aftur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Bolton á heimavelli í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir