Enski boltinn

Pepe Reina: Það er búið að krossfesta Luis Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/AP
Pepe Reina, markvörður Liverpool, er einn af þeim sem hefur komið Luis Suarez til varnar eftir að leikmaðurinn var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra leikmanni Manchester United.

Pepe Reina lítur svo á að Suarez hafi verið krossfestur í þessu máli en leikmenn Liverpool notuðu tækifærið í gær og hituðu upp í boltum merktum Úrúgvæmanninum.

„Við höfum staðið með honum frá fyrstu mínútu í þessu máli og það er það minnsta sem við getum gert fyrir hann," sagði Pepe Reina.

„Luis er ekki kynþáttahatari. Ég er hundrað prósent viss um það en samt hefur hann verið ásakaður um kynþáttfordóma," sagði Reina.

„Ég vil að hann og allir aðrir fái að vita það að við stöndum með honum því hann er yndislegur náungi. Hann hefur verið krossfestur af fólki og það er ekki sanngjarnt. Átta leikja bann er ekki nálægt því að vera sanngjarnt," sagði Reina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×