Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd í vandræðum með afmælisgjöf fyrir stjórann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, verður sjötugur á gamlársdag og leikmenn félagsins eru í stökustu vandræðum með hvað þeir eigi að gefa stjóranum í afmælisgjöf.

Það er leikur gegn Blackburn á afmælisdegi stjórans þannig að það verður ekki mikið um hátíðarhöld en strákunum langar samt að gleðja gamla manninn.

Ferguson á allt og því ekki auðvelt að gefa honum afmælisgjöf.

Á meðal þeirra hugmynda sem hafa komið fram er nuddstóll og nýr teketill en Fergie hefur notað sama ketilinn árum saman.

Enn sem komið er hefur engum dottið í hug að gefa stjóranum gullhúðaðan hárblásara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×