Enski boltinn

Wenger: Van Persie á eftir metinu hans Shearer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie.
Robin Van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hollenski framherjinn Robin Van Persie sé ólmur í að spila alla leikina sem eru eftir af árinu til þess að reyna við markamet Alan Shearer.

Robin Van Persie skoraði sitt 34. deildarmark á árinu 2011 í sigrinum á Aston Villa í gær og jafnaði um leið félagsmet Thierry Henry frá árinu 2004.

Van Persie vantar nú tvö mörk til að jafna metið í ensku úrvalsdeildinni sem Alan Shearer á. Arsenal á eftir tvo leiki á árinu 2011, heimaleiki á móti Wolves og QPR.

„Robin heldur áfram að skora en auðvitað er maður alltaf að íhuga það hvenær það sé best að hvíla hann. Hann spilaði á móti Manchester City en líður vel eins og er og því tók ég áhættuna," sagði Arsene Wenger.

„Hann er núna aðeins þremur mörkum frá metinu svo ég er að hugsa um að byrja á því að hvíla hann núna," sagði Wenger í léttu gríni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×