Enski boltinn

Villas-Boas spenntur fyrir Jack Rodwell hjá Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Rodwell í landsleik á móti Svíum í vetur.
Jack Rodwell í landsleik á móti Svíum í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Rodwell, miðjumaður Everton, er á innkaupalistanum hjá Chelsea samkvæmt frétt inn á Guardian. André Villas-Boas, stjóri Chelsea, er spenntur fyrir þessum tvítuga strák sem spilaði með enska 21 árs landsliðinu á Laugardalsvellinum í haust.

Jack Rodwell hefur verið fastamaður í liði Everton á þessu tímabili og er einnig búinn að vinna sér sæti í landsliðshópi Fabio Capello. Hann er vinnusamur varnartengiliður sem er á sínu fjórða tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

David Moyes, stjóri Everton, er ekki hrifinn af því að missa Rodwell á miðju tímabili en strákurinn er með samning til ársins 2015. Það má búast við því að Everton vilji fá 20 milljónir punda fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×