Enski boltinn

Villas-Boas staðfestir áhuga sinn á Cahill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Cahill hefur hér gætur á Peter Crouch.
Gary Cahill hefur hér gætur á Peter Crouch. Mynd/Nordic Photos/Getty
André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á því að kaupa Bolton-manninn Gary Cahill þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.

Chelsea hefur verið lengi á eftir varnarmanninum sterka en Villas-Boas segir það ekki vera rétt að Bolton sé búið að samþykkja sjö milljón punda tilboð frá Chelsea.

Gary Cahill er 26 ára gamall og samningur hans við Bolton rennur út í sumar. Nú er því síðasta tækifæri fyrir Bolton að fá eitthvað fyrir leikmanninn.

„Við þekkjum vel samningsstöðu Gary. Hann er áhugaverður leikmaður fyrir klúbbinn. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við gerum með Alex og hvort það sé rétt að halda honum eða fá Cahill," sagði André Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×