Enski boltinn

Villas-Boas: Chelsea átti skilið að vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hefðu átt skilið að fá öll þrjú stigin úr viðureign sinni gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld.

Liðin skildu jöfn, 1-1, en Chelsea-menn fengu fjölmörg færi til að skora úr í seinni hálfleik. Tottenham skoraði þó mark sem var dæmt af og heimamenn fengu einnig sín færi.

„Sanngjörn úrslit hefði verið ef Chelsea hefði unnið leikinn," sagði knattspyrnustjórinn ungi eftir leikinn. „Við spiluðum frábærlega."

„Ég er afar stoltur af leikmönnunum. Liðið hefur lent í miklu mótlæti að undanförnu og frammistaðan var mjög góð. Það eina sem við sjáum eftir er að hafa fengið á okkur mark svona snemma því við sköpuðum nógu mörg færi til að vinna leikinn."

„En ég er ánægður með að við sýndum í þessum leik að við getum spilað virkilega góðan fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×