Enski boltinn

Yaya Touré valinn besti knattspyrnumaður Afríku 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Touré.
Yaya Touré. Mynd/Nordic Photos/Getty
Yaya Touré, leikmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku fyrir árið 2011 en hann hefur verið mikilvægur í uppkomu City-liðsins síðan að hann kom frá Barcelona.

Yaya Touré hafði betur í baráttunni við Andre Ayew frá Gana og Seydou Keita hjá Malí sem komu næstir í kosningunni að þessu sinni en Keita, leikmaður Barcelona, varð í 2. sæti. Ayew leikur með franska liðinu Olympique de Marseille.

Yaya Touré er aðeins annar leikmaðurinn frá Fílbeinsströndinni sem hlýtur þessi verðlaun afríska knattspyrnusambandsins en hinn var Didier Drogba hjá Chelsea. Samuel Eto'o fékk þessi verðlaun í fyrra en Drogba vann árið áður.

Yaya Touré skoraði meðal annars sigurmarkið í undanúrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United en City-liðið vann síðan úrslitaleikinn og fagnaði sínum fyrsta titli í 35 ár. Yaya Touré hefur einnig leikið vel á þessu tímabili og Manchester City situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×