Enski boltinn

Viðkvæmur Villas-Boas lét reka aðalstjörnu Chelsea TV

Viðkvæmur. Villas-Boas þolir gagnrýni illa.
Viðkvæmur. Villas-Boas þolir gagnrýni illa.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, er ungur að árum og augljóslega ekki með mjög þykkan skráp. Hann þolir gagnrýni illa og hefur nú látið reka aðalstjörnu sjónvarpsstöðvar Chelsea því sá leyfði sér að gagnrýna stjórann unga.

Sá heitir Tommy Langley og var í gríðarlegu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Langley sagði Villas-Boas vera hefnigjarnan er stjórinn meinaði Anelka og Alex á leggja á bílastæði aðalliðsins. Það gerði Villas-Boas eftir að leikmennirnir óskuðu eftir því að fara frá félaginu.

Langley er fyrrum leikmaður félagsins og aðalstjarna sjónvarpsstöðvarinnar síðustu tíu ár. Félagar Langley segja hann vera reiðan en ætli ekki að segja neitt á meðan það er enn möguleiki að Villas-Boas snúist hugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×